52,6% vilja Jóhönnu áfram sem forsætisráðherra

Meirihluti þeirra sem tók afstöðu í könnun Fréttablaðsins, eða 52,6%, segist vilja Jóhönnu Sigurðardóttur áfram sem forsætisráðherra eftir þingkosningarnar, sem fara fram eftir rúma viku. 25,8% segjast viloja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og 11,5% Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna.

Fram kom að  48% kjósenda VG vilja að Jóhanna Sigurðardóttir haldi áfram sem forsætisráðherra, en 46,1% þeirra vilja að Steingrímur taki við sem forsætisráðherra eftir kosningar. Annars hafa formenn stjórnmálaflokkanna mestan stuðning meðal sinna kjósenda.

Af þeim sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk segjast 63,9% vilja að Jóhanna haldi áfram, 9,6% vilja Steingrím, 7,2% vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verði forsætisráðherra og 6% vilja að Bjarni Benediktsson verði næsti forsætisráðherra.(mbl.is)

Þetta er mikill stuðningur við Jóhönnu og sýnir,að hún er mjög vinsæl og nýtur trausts  hjá þjóðinni.Það er eðlilegt,þar eð hún hefur staðið sig mjög vel sem forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband