Ómakleg árás á Evu Joly

Brynjar Nielsson hrl. hefur í grein í Mbl. dregið hæfi Evu Joly í efa sem rannsakanda í málum er varða efnahagsbrot í aðdraganda bankahrunsins. Rök Brynjars eru þau ,að þar sem hún hafi sagt,að áreiðanlega finnist sökudólgar í  þessum málum þá sé hún ekki hæf til þess að rannsaka málin.Vissulega er sérhver maður saklaus þar til sekt sannast. En Eva Joly hefur aðeins talað mannamál í þessu máli.Hún hefur sagt það sem Íslendingar hugsa og það sem komið hefur fram í fjölmiðlum..Eva Joly hefur mikla reynslu á þessu sviði og veit hvað hún  segir.Miðað við fréttir fjölmiðla um útlán bankanna til eigenda sinna og tengdra aðila og til fyrirtækja í skattaskjólum eru yfirgnæfandi líkur á því að brotin hafi verið lög.Bankarnir og útrásarfyritækin væru ekki að koma fjármunum sínum fyrir í skattaskjólum,ef þessir aðilar hefðu ekkert að fela.Við þurfum manneskju eins  og Evu Joly til þess að rannsaka þessi mál og undirbúa ákærur á hendur þeim,sem brotið hafa lög.Ef menn eins og Brynjar ráða ferðinni gerist ekki neitt. Og við höfum séð hvernig bankarnir hafa ausið fé í stjórnmálaflokkana,þannig að stjórnmálaflokkarnir  fara mjög varlega og jafnvel hægar en menn eins og Brynjar.Eva Joly  hefur stuðning þjóðarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband