Stokka þarf kvótakerfið upp

Samfylkingin ályktaði nokkuð ítarlega um sjávarútveg á síðasta landsfundi sínum. Efst á blaði er að þjóðareign á sjávarauðlindum verði bundin í stjórnarskrá. Lögð er þung áhersla á að Alþing leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hafi skapað. Flokkurinn vill að aflaheimildir í núverandi kerfi verði innkallaðar á 20 árum , það er 5% á ári.

Sigmundur Ernir Rúnarsson skipar annað sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann segir að útgerðamönum sé boðið upp á leið til að sættast við þjóðina. Kannanir sýni að 70-80 þjóðarinnar séu ósatt við framsal á kvóta. Skuldirnar séu að vísu miklar þarna eins og annarsstaðar. Núverandi kvótakerfi muni hinsvegar ekki leika fyrirtækin betur en nýja kerfið. Samfylkingin muni beita sér fyrir þessu af kappi. Ekki sé hægt að búa í önnur 25 ár við illdeilur í þessari atvinnugrein.

Smábátasjómenn eru ekki par hrifnir af þessum tillögum Samfylkingarinnar.  Ólafur Hallgrímsson er formaður félags smábátaeigenda á Austurlandi. Hann gerir út frá Borgarfirði eystra. Hann segir að hugmynd samfylkingarinnar sé ónothæf. Frjálsa framsalið sé ekki gallalaust en fyrningarleiðin sé alls ekki nein lausn á vandamálinu. Hann spyr fyrir hverja réttlætið stefnu Samfylkingarinnar sé. Hvort það sé fyrir þá sem keyptu heimildirnar dýru verði. Kvótinn yrði tekin af þeim og þeir myndu sitja í súpunni. Eða hvort réttlætið sé fyrir  þá sem seldu aflaheimildirnar og spila frítt einhversstaðar. Segir að flestir hafi verið að auka sínar heimildir og yrðu jafnvel að hætta útgerð kæmist kerfi Samfylkingarinnar á.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni, gagnrýnir harðlega fyrningarleiðina og segir hana jafnvel vera mun verri en auðlindaskatt. Umgengni við auðlindina myndi óhjákvæmilega versna, eigi menn að leigja til sín kvóta ár frá ári. Samhengi milli skammtímahagsmuna og langtímahagsmuna verði rofið, enginn hvati verði til að byggja upp sterkan og stóran fiskistofn. (ruv.is)

Ekki er unnt að draga það lengur að stokka upp kvótakerfið.Tillögur Samfylkingar eru raunhæfar.Andstæðingar tillagnanna reka þann hræðsluáróður að  útgerðin fari á hausinn við framkvæmd tillagnanna.Það stenst ekki. Hins vegar stendur útgerðin mjög illa eftir að kvótakerfið hefur lengi verið í framkvæmd. Útgerðin skuldar 500 milljarða í ríkisbönkunum.Samfylkingin vill sátt um lausn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband