Ekkert samkomulag um stjórnarskrána á þingi

Ekkert samkomulag náðist á fundi sérnefndar um stjórnarskrármál á Alþingi upp úr hádeginu. Þetta þýðir, að fram koma nefndarálit meirihluta og minnihluta nefndarinnar.  Formenn stjórnmálaflokkanna hafa setið á fundi í dag en ekki er ljóst hvort tekist hafi samkomulag um þinglok.

Gert er ráð fyrir að fulltrúar Samfylkingarinnar, VG, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins, leggi til að frumvarpið komi óbreytt til þriðju umræðu, þar á meðal ákvæði um stjórnlagaþing.

Sjálfstæðismenn í nefndinni munu leggja fram sérálit þar sem þeir leggja til að breytingar á stjórnarskránni verði eins og stjórnarskrárnefnd, skipuð fulltrúum allra flokka, lagði til 2007. Þær tillögur lutu eingöngu að því hvernig breytingum á stjórnarskrá verði háttað.

Þingmenn Sjálfstæðismannar leggja auk þess til að skipuð verði stór nefnd um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem skili af sér eftir tvö ár.(mbl.is)

Það er til skammar hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvælst fyrir breytingum á stjórnarskránni.Íhaldið gefur almenningi,þjóðinni langt nef með þessu atferli sínu en það var ein aðalkrafa búsáhaldabygltingarinnar  að gerðar yrðu lýðræðisumbætur með breytingu á stjórnarskrá.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband