Ný Gallup könnun: Sjálfstæðisflokkur með 23,3%.Samfylking með30,7%.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar enn fylgi á landsvísu í nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið sem birt er í dag. Úrtakið var tæplega 2500 og svarhlutfall 67%.

Könnunin var gerð dagana 8. - 14. apríl þegar miklar umræður voru um styrki fyrirtækja til stjórnmálaflokkanna. Sjálfstæðismenn tapa tveimur og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun, fá nú 23,3%. Þeir fengju sextán þingmenn ef þetta yrðu úrslit kosninganna eftir rúma viku, níu færri en 2007.
 
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn eins og verið hefur síðasta mánuðinn, en tapar fylgi frá síðustu viku og fær nú 30,7% og fengi 21 þingmann, þremur fleiri en í kosningunum 2007.

Vinstri hreyfingin grænt framboð mælist með stuðning 28,2%, bætir við sig rúmum tveimur prósentustigum frá síðustu viku. Vinstri græn fengju 19 þingmenn, tíu fleiri en í kosningunum.

Framsóknarflokkurinn bætir við sig 1,3 prósentustigum frá síðustu viku og fær nú 11,1%. Flokkurinn fengi sjö þingmenn, hið sama og í kosningunum.

Aðrir flokkar kæmu ekki manni á þing.
Borgarahreyfingin sem mældist með rúmlega 8% stuðning í Reykjavíkurkjördæmi norður fær 4,4% á landsvísu, sem dugir ekki til að fá þingmann kjörinn.
Frjálslyndir sem fengu fjóra þingmenn síðast kæmu ekki að manni með 2,0%. Lýðræðishreyfingin mælist með 0,4%. ( ruv.is)
Ljóst er,að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað fylgi á styrkjamálinu.Margir telja þó,að floikkurinn geti ekki farið neðan þar eð hann sé kominn í kjarnafylgið.
Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband