Föstudagur, 17. apríl 2009
Sannleikurinn um kjör aldraðra
Stjórnmálamenn fara oft óvarlega með tölur. Þeim hættir til að nota þær til þess að fegra sinn málstað. Þannig segir Sjálfstæðisflokkurinn,að lífeyrir aldraðra hafi stórhækkað á 18 ára valdaferli flokksins en að raungildi hefur lífeyrir aldraðra rýrnað á þessu tímabili.Fulltrúar Samfylkingar segja,að lífeyrir aldraðara hafi hækkað um 42% á þeim tíma sem Samfylkingin hafi verið í stjórn.En þar af er 20% verðbólguhækkun.Auðvitað segir krónutöluhækkun lítið í 20% verðbólgu.Til viðbótar má nefna,að kaupmáttur launa hefur undanfarna mánuði lækkað um 10%. Það er lítið eftir af 42% hækkun lífeyris.Það sem skiptir máli er kaupmáttur lífeyris og launa.Kaupmáttur lífeyris hefur sáralítið aukist og aðeins hjá þeim,sem hafa lægstan lífeyri og engan lífeyrissjóð.Sem betur fer er það tiltölulega lítill hópur.Hinir hafa orðið fyrir kjaraskerðingu að raungildi til.Stjórnarflokkarnir báðir lofa að verja velferðarkerfið. Við skulum vona,að þeir leiðrétti kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja og auki kaupmátt lífeyris
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.