Ástþór fær að bjóða fram í öllum kjördæmum

Landskjörstjórn hefur úrskurðað að listar Lýðræðishreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður séu báðir gildir. Lýðræðishreyfingin býður því fram lista í öllum kjördæmum landsins undir merkjum P-listans.

Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæmanna úrskurðuðu listana ógilda, vegna þess að ekki var tekið fram í hvaða sæti frambjóðendur á listunum væru, en sá úrskurður var kærður til landskjörstjórnar sem úrskurðaði þá gilda.(visir.is)

Ég tel,að það hafi verið rétt að taka lista Lýðræðishreyfingarinnar gilda.Það styrkir lýðræðið að leyfa sem flestum að bjóða fram en vissulega verður að uppfylla lágmarksskilyrði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband