Síðasti dagur alþingis fyrir kosningar?

Alþingi samþykkti í dag tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra sem felur í sér að fundum þingsins verði frestað frá 16. apríl eða síðar ef nauðsyn krefur. Fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs í málinu en tillagan var að lokum samþykkt með 32 atkvæðum.

Á þessari stundu er óvíst hvenær þingfundi frestað en ekki hefur náðst samkomulag um þinglok og eru fjögur mál enn á dagskrá.

Alþingiskosningar fara fram eftir viku en Alþingi hefur aldrei áður starfað jafn nálægt kosningum og nú. (ruv.is)

Búist er við,að þingi verði frestað seinna í dag eða í kvöld.En þó er ekki loku fyrir það skotið,að þingið dragist fram á morgun.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband