Föstudagur, 17. apríl 2009
Jafnaðarstefnan veitir þau svör sem duga
Mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar er að tryggja aukna verðmætasköpun, atvinnu og velferð.
Íslenska þjóðin stendur á tímamótum. Að baki er hrun bankakerfisins og skipbrot efnahagsstefnu misskiptingar og sérhyggju. Við glímum einnig við afleiðingar verstu efnahagskreppu sem gengið hefur yfir heiminn í tæpa öld.
Við þessar aðstæður veitir jafnaðarstefnan ein þau svör sem duga. Jafnaðarmenn hafa lagt grunninn að velferðarsamfélögum Norðurlanda og tryggt meiri jöfnuð og betri samkeppnishæfni atvinnulífs en annars staðar þekkist.
Samfylkingin leggur áherslu á að jafnaðarstefnan verði það leiðarljós sem lýsi efnahagsstjórn okkar á næstu árum. Gætt verði fyllsta réttlætis við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar 2009 verður best borgið með félagshyggjustjórn sem sækir um aðild að ESB og leggur samning í dóm þjóðarinnar.
Framangreint var samþykkt á síðasta landsfundi Samfylkingarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.