Föstudagur, 17. apríl 2009
Eignir Kaupþings duga fyrir Edge- reikningum
Nú liggur fyrir að eignir Kaupþings eru nægar til að gera upp við þýska innstæðueigendur sem áttu fé inni á Kaupthing-Edge netreikningunum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tilkynnti þetta í framsögu sinni á ársfundi Seðlabanka Íslands rétt í þessu. Sagði hún þessa niðurstöðu vera mikið ánægjuefni.
Jóhanna sagði að heildarskuldir ríkisins yrðu nálægt 1.100 milljörðum króna í árslok 2009, en á móti kæmu miklar eignir. Neikvæð staða ríkissjóðs verði því um 150 milljarðar króna í lok árs 2009 ef spár ganga eftir. Hún varaði þó við því að brúttóskuldir ríkisins yrðu háar til skamms tíma vegna Icesave-skuldarinnar og vaxtagreiðslur háar.(visir.is)
Þetta eru ánægjulegar fréttir og áður hefur verið sagt,að sennilega muni eignir Landsbankans nægja fyrir Icesave reikningunum.Vonandi verður svo.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.