Lélegar tillögur nefndar um endurskoðun almannatrygginga

Stefán Ólafsson formaður nefndar um endurskoðun almannatrygginga gerði grein fyrir umræðutillögum nefndarinnar á félagsfundi Félags eldri borgara í gær. Tillögurnar valda eldri borgurum miklum vonbrigðum.Þær eru hvorki fugl né fiskur.Að vísu hefur nefndin þá afsökun,að kreppa ríkir í landinu og nefndin hefur kosið að setja fram það sem hún kallar umræðutillögur.En eðlilegra hefði verið að nefndin hefði lagt fram sínar endanlegu tillögur eftir allan þann tíma,sem hún hefur haft til umráða.Engu er líkara en nefndin fari þessa leið til þess að þóknast stjórnvöldum en með þessari aðfeð sjást endanlegar tillögur nefndarinnar ekki fyrir kosningar.Nefndir eiga ekki að þóknast stjórnvöldum. Þær eiga að skila sínum tillögum vel og samviskusamlega þó þær gangi lengra en stjórnvöld vilja. Síðan er það stjórnvalda að nota það sem þeim hentar af slíkum tillögum.

Nefndin leggur til einföldun á kerfi almannatrygginga,aðallega með þvi að slá saman í einn flokk bóta grunlífeyri,tekjutryggingu og heimilisuppbót.Það er sjálfsagt til bóta. Síðan leggur nefndin til,að tekið verði upp 30 þús kr. frítekjumark vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er alltof lágt. Það ætti að vera 100 þús. kr. á mánuði eins og frítekjumark vegna atvinnutekna. En á móti þessu leggur nefndin til,að grunnlífeyrir verði skertur þannig,að  það verður tekið með annarri hendinni það sem látið er með hinni.Það er lítið gagn í slíkum " kjarabótum" .Grunnlífeyrir hefur verið nánast heilagur og hann ætti að vera það áfram.Nefndin leggur til örlitla hækkun á  frítekjumarki vegna fjármagnstekna. En þá er líka upptalið. Sem sagt: Lélegt álit. Lélegar tillögur.

 

Björgvin Guðmundssoin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband