Gjaldeyrishöft verða enn hert

Gjaldeyrishöft verða enn hert og sérstakt eftirlit haft með því að farið verði að settum reglum. Þetta kom fram á ársfundi Seðlabankans í dag.

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, sagði að við stæðum andspænis stórum hópi fjárfesta sem vilji selja fjármuni í íslenskum krónum. Gjaldeyrishöft hefðu verið í gildi frá 28.nóvember og verið hert í lok mars. Seðlabankinn sé nú að herða enn frekar eftirlit sitt með því að farið sé eftir settum reglum og koma á fót nýrri eftirlitsstofnun. Verið sé að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt að tilkynna um meint ólögleg viðskipti á svipaðan hátt og reglur ESB um peningaþvætti kveða á um.

Öygard  fjallaði um leiðir til að ná fram verulegri lækkun stýrivaxta á næstu mánuðum. Hann vék einnig að nýlegri skýrslu finnska bankamálasérfræðingsins Karlo Jannari og kvaðst eindregið mæla með því, líkt og hann, að ábyrgð á efnahagsstjórninni verði falin einu ráðuneyti. Öygard líkt og Jannari kvaðst styðja sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, eða að minnsta kosti að þessar stofnanir verði færðar undir eina yfirstjórn.  (mbl.is)

Gjaldeyrishöftin eru algert neyðarúrræði en sennilega verður ekki hjá þeim komist á meðan krónubréfin eru í umferð.Æskkilegt væri að semja um krónubréfin,t.d. á þann hátt að þau væru greidd með skuldabréfum til langs tíma.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband