Laugardagur, 18. apríl 2009
Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgðarlaus!
Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið þá leið í kosningabaráttunni að vera algerlega ábyrgðarlaus og reka vinsældapólitík. Flokkurinn segist vera á móti skattahækkunum og á móti niðurskurði í ríkiskerfinu,þannig að flokkurinn vill ekkert gera í ríkisfjármálum. Hinir flokkarnir eru allir mikið ábyrgari og taka á málum.Ég efast um að kjósendur láti blekkjast af vinsældapólitík íhaldsins. Fólk er það skynsamt,að það veit að 150-170 milljarða gati á fjárlögum verður ekki lokað án þess að það komi við einhvern.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.