Laugardagur, 18. apríl 2009
Bankastjóri Landsbankans biðst afsökunar
Bankastjóri Nýja Landsbankans, Ásmundur Stefánasson, baðst afsökunar á þeim mistökum sem bankinn gerði fyrir hrun í ræðu sem hann flutti á starfsdegi bankans í morgun. Þetta kom fram á fréttavef RÚV.
Orðrrétt sagði Ásmundur: Ég leyfi mér fyrir hönd stjórnenda Landsbankans að biðja almenna starfsmenn hans afsökunar á því umhverfi sem ykkur var búið og þeim mistökum sem gerð voru við stjórnvölinn. Ég vil jafnframt nota þetta tækifæri sem bankastjóri Landsbankans og biðja fyrir bankans hönd íslenskt samfélag afsökunar á hlutdeild bankans í þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag."
Þá mun hann hafa sagt það mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn Nýja bankans væru ekki í feluleik. Þeir gætu ekki skorast undan því að axla ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Það væri eina leiðin til að ná sáttum við umhverfið að nýju. (mbl.is)
Þ að er virðingarvert,að bankastjóri Landsbankans skuli biðja starfsfólk bankans og þjóðina afsökunar á því,sem fór úrskeiðis hjá bankanum í aðdraganda kreppunnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.