Laugardagur, 18. apríl 2009
Tugir þúsunda standa höllum fæti í dag
Nú um helgina kom út myndarlegt Tímarit Öryrkjabandalags Íslands.Þetta er barátturit fyrir bættum kjörum öryrkja.Formaður Öryrkjabandalagsins,Halldór Sævar Guðbergsson,skrifar grein í blaðið undir fyrirsögninni: Verjum velferðina. Þar segir svo m.a.: Ég hef fjölmörg dæmi fyrir framan mig af fólki,sem lifir skort af ýmsu tagi,fólksem ekki getur leitað sér viðeigandi læknisþjónustu,svo sem tannlæknaþjónustu,farið í sjúkraþjálfun, og/eða leyst út dýr lyf.Fólk,sem þarf að treysta á matvælaaðstoð hjálparsamtaka og fólk,sem er ekki að standa við skuldbindingar sínar á húsnæðislánum eftir að hafa misst vinnu eða veikst alvarlega. Þá,sem standa höllum fæti í samfélaginu í dag má telja í tugum þúsunda, þegar við horfum á öryrkja,atvinnulausa og aldraða.
Þetta eru sterk ummæli.Og formaður Obi veit hvað hann segir.Hann er í sambandi við þetta fólk á hverjum degi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.