Samfylkingarfólk dreifir rósum

Samfylkingarfólk í Suðurkjördæmi byrjaði í gærkvöld að dreifa jafnaðarstefnu auk íslenskra rósa og birkis. Byrjað var á Suðurnesjum en frambjóðendur munu hafa þennan háttinn á um allt Suðurkjördæmi fram til kosninga, að því er kom fram á vefnum sunnlendingi.is.

Frambjóðendur buðu Suðurnesjakonum í leiðinni á kvennakvöld í kosningamiðstöð flokksins að Bolafæti 1 í Reykjanesbæ sem haldið verður í kvöld klukkan 20.

Íslenskum rósum og birki verður síðan dreift í Hveragerði á morgun áður en kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar að Reykjamörk 1 verður opnuð klukkan 18. Fyrr um daginn, klukkan 11, heldur Samfylkingin opinn fund á Hótel Selfossi. Fundarstjóri verður Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, og heiðursgestur verður Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband