Sunnudagur, 19. apríl 2009
Björgólfur stóð að styrknum til Sjálfstæðisflokksins
Sigurjón Árnason fyrrv. bankastjóri Landsbankans hefur nú loks upplýst,að Bjórgólfur Guðmundsson,fyrrv, formaður bankaráðs bankans hafi staðið að styrkveitingunni til Sjálfstæðisflokksins með honum.Þetta voru 25 millj. kr. en áður hafði Landsbankinn látið Sjálfstæðisflokkinn fá 5 millj. ,þannig að alls var um 30 millj. kr. að ræða.
Það hvarflaði aldrei að mér,að Björgólfur hefði ekki einnig staðið að styrknum.Það var Björgólfur,sem fékk bankann afhentan á silfurfati frá Davíð,sennilega fyrir dygga þjónustu við Sjálfstæðiasflokkinn og var tilboði Björgólfs tekið enda þótt það væri ekki lægsta tilboð og nú hefur verið upplýst,að Björgólfur eða Samson fékk helming kaupverðsins lánaðan í Búnaðarbankanum og er það ógreitt þar enn.Venjulegt fólk kemst ekki upp með að skulda svo mikð árum saman án þess að borga.Menn héldu,að Björgólfur hefði fengið bankann vegna þess að hann hafði svo mikla peninga frá Rússlandi en svo var ekki.Hann þurfti að fá lán í Búnaðarbankanum.Greiðinn,sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði Björgólfi með því að taka hann fram fyrir aðra bjóðendur,sem buðu hærra, var mikill.Það skýrir 30 millj.kr. styrk Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.