Sunnudagur, 19. apríl 2009
Hvernig á að loka fjárlagagatinu?
Fjárlög yfirstandandi árs voru afgreidd með 150 milljarða gati.Við stöndum nú frammi fyrir því að loka þessu gati og ef til vill 2o milljörðum til viðbótar.Hvernig á að fara að þessu.Ég tel að það eigi að fara blandaða leið: Skera niður útgjöld og auka tekjur.Niðurskurður er mjög erfiður en það má leggja niður stofnanir og sameina stofnanair. T.d. má leggja niður varnarmálastofnun.Það má sameina Tryggingastofn8n og Vinnumálastofnun og það má fækka sendiráðum svo nokkuð sé nefnt. Þá má skera niður laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru með hæstu laun og það má afnema alla aukavinnu og aukasporslur.Jafnframt á tímabundið að banna kaup á verktakaþjónustu,þar eð hún tekur drjúgan pening til sín. Það er neyðarástand og við verðum að haga okkur eftir því. Varðandi tekjuaukningu má nefnda eftirfarandi: Auka á þorskveiðikvótann um 100 þús tonn. Það gefur góða tekjuaukningu.Taka á upp hátekjuskatt og auka þannig skatttekjur.Einnig ætti að hækka fjármagnstekjuskatt,a.m.k . í 18%. Og þannig mætti áfram telja.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.