Sunnudagur, 19. apríl 2009
Jóhanna tilbúin að leiða næstu stjórn
Jóhanna Sigurðardóttur, forsætisráðherra, var gestur á fjölmennum fundi Samfylkingarinnar með eldri borgurum, sem haldinn var á Hótel Selfossi í morgun. Jóhanna kynnti stefnu Samfylkingarinnar í velferðarmálum og hverju hefði verið áorkað til þessa.
Að sögn fundargests lagði Jóhanna áherslu á, að máli skipti hvaða sjónarmið væru höfð að leiðarljósi þegar herða þyrfti að í ríkisfjármálum og verja velferðina.
Björgvin G. Sigurðsson, sem skipar 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi, ræddi um samgöngumál og efnahagsmál. Bæði Jóhanna og Anna Margrét Guðjónsdóttir, sem skipar 4. sæti listans, röktu ítarlega afstöðu Samfylkingarinnar í Evrópumálum, hvað hún þýddi fyrir efnahag landsins og alls almennings, m.a. vegna vaxta og verðlags, þjóðareign á auðlindum, landbúnað og fleira.
Jóhanna lagði áherslu á að hún væri reiðubúin að leiða næstu ríkisstjórn, væntanlega í samstarfi sömu flokka og nú, en minnti fundarmenn á að það gerði hún aðeins ef Samfylkingin næði til þess fylgi. (mbl.is)
Það er enginn bilbugur á Jóhönnu og hún er reiðubúin til þess að leiða ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir treystir þjóðin henni til þess.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.