Dauf kosningabarátta

Kosningabaráttan er í daufara lagi.Sjálfstæðisflokkurinn rekur ómerkilegan áróður um að stjórnarflokkarnir ætli að taka upp eignarskatta og stórhækka tekjuskatt.Hafa nú einhverjir á vegum Sjálfstæðisflokksins farið út á þá braut að birta nafnlausar auglýsingar um skattahækkanir "vinstri flokkanna". Stjórnarflokkarnir hafa ekki  uppi nein áform um eignarskatta.Ekkert um það var samþykkt á flokksþingum þ.essara flokka. Hins vegar gera þessir flokkar sér það ljóst,að fjárlagagatinu verður ekki lokað nema einhverjar skattahækkanir komi til. Samfylkingin vill hækka skatta á hæstu tekjum en hlífa þeim,sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur.VG segir,að yfir 90% mundu sleppa við skattahækkanir samkvæmt þeirra tillögum. Annað er að sjá í auglýsingum Sjálfstæðisflokksins. Það er slæmt,þegar stjórnmálamenn bera fram ósannindi til þess að reyna  að ná í atkvæði.

í kvöld verður framboðsfundur á Selfossi á vegum RUV   fyrir Suður kjördæmi og í tengslum við hann kemur ný skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Suður kjördæmi. Fróðlegt verður að sjá þá könnun.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband