Menn mega ekki eiga nema 500 þús-1 milljón í banka!

Frítekjumark vegna fjármagnstekna er 98 þús á ári,þ.e. vegna  tryggingabóta.Þetta er hlægilega lágt og þýðir að miðað við sl. ár máttu menn ekki eiga nema 500 þús.á sparifjárreikningi,ef þeir ætluðu að halda tryggingabótum óskertum.Vextir af þessari fjárhæð  voru nálægt 100 þús sl.  því svipaðar og frítekjumarkið.  Vextir fara lækkandi og ef við gefum okkur að þeir verði til jafnaðar 10% í ár þá mega menn ekki eiga nema 1 millj. á bankareikningi.Ef þeir fara fram yfir .það skerðast tryggingabætur.Það er sem sagt verið að refsa fólki fyrir að leggja nokkrar krónur í banka.

Þetta getur hæglega leitt til þess,að fólk taki peninga sína út úr bönkunum,ef það vill ekki láta skerða tryggingabætur sínar. Það sem þarf að gera er að hafa ákveðna sparifjárupphæð í banka friðhelga,t.d. 3-5 millj. kr. og. Af slíkri upphæð ætti ekki að greiða neinn fjármagnstekjuskatt en síðan mætti hækka skattinn verulega af hærri upphæðum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Sæll Björgvin.

Ég get ekki séð annað en að þessi nýju lög þýði í raun að lífeyrisþegar munu í stórum stíl hætta að leggja fé sitt inn í banka. Hvaða siðmenntaða þjóð notar lagasetningar til að þvinga þegna sína út úr eðlilegum bankaviðskiptum ? Ég hygg að hún muni vandfundin.

Og að það séu sósíaldemókratarnir, með félagsmála- og tryggingaráðherra í fararbroddi, sem hafa sett þessi nauðungarlög ? Ég held að Samfylkingin ætti að gala minna um mannréttindi og ESB - og byrja á því að líta í eigin barm.

Lana Kolbrún Eddudóttir, 21.4.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband