Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Stjórnarmyndun mun ekki stranda á ESB
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld.
Árni Páll Árnason, félagi Björgvins í þingflokki Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng í umræðum um Evrópusambandið, á Stöð 2 í kvöld. Árni Páll sagði að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum.
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og menntamálaráðherra sagði, við sama tækifæri á Stöð 2, að enginn gæti sett ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sagði að VG hefði sett mikinn fyrirvara við inngöngu í Evrópusambandið. Benti hún á að lýðræðishalli væri í Evrópusambandinu og að sjávarútvegsstefna og landbúnaðarstefna Evrópusambandsins myndi ekki gera það fýsilegan kost fyrir Íslendinga. (mbl.is )
Þetta er skýr yfirlýsing af hálfu Björgvins en ekki ligur ljóst fyrir hvort þetta er stefna Samfylkingarinnar. ´´Eg hefi ekki trú á því að núverandi stjórnarflokkar láti stjórnarmyndun eftir kosningar stranda á ESB málinu.Ég tel,að flokkarnir muni ná samkomulagi um það.Úrslit kosninganna munu að sjálfsögðu ráða mestu um hvernig fer. En líklegt þykir mér,að samkomulag verði um að hafa tvofalda þjóðaratkvæðagreiðslu,þ.e. fyrst um það hvort fara eigi ´
í aðildarviðræður og síðan um niðurstöður samninga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.