Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar enn.Öruggt fylgi stjórnarflokkanna
Borgarahreyfingin sem býður fram O-listann fær fjóra menn kjörna á þing, verði niðurstöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun sem Capacent Gallup birti í gær.
Samfylkingin fengi 20 menn kjörna á þing, samkvæmt þessari könnun, tveimur fleiri en við síðustu kosningar. Vinstrihreyfingin grænt framboð fengi 17 þingmenn í stað þeirra níu sem flokkurinn hefur. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 15 þingmenn og missti tíu frá síðustu kosningum. Frjálslyndi flokkurinn fengi engan mann kjörinn en fékk fjóra fyrir tveimur árum.
Nýr flokkur hefur ekki náð mönnum á þing frá árinu 1999 þegar Frjálslyndi flokkurinn fékk fyrst menn kjörna. Það er ekki auðvelt að brjóta það mót sem flokkakerfið er í, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og telur niðurstöðu Borgarahreyfingarinnar mikil tíðindi. (mbl.is)
Samfylkingin fengi rúmlega 30% samkvæmt þessari könnun og Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæplega 23%. Þetta er lægst fylgi sem Sjálfstæðisaflokkurinn hefur fengið í könnun. Frjálslyndi flokkurinn kemur ekki manni á þing og virðist Borgaraflokkurinn ætla að taka sæti hans á þingi.
Björgvin Guðmundsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.