Þriðjudagur, 21. apríl 2009
21000 vilja að tekið verði til í lífeyrissjóðunum
Helgi Vilhjálmsson, kenndur við sælgætisgerðina Góu, mætir klukkan 10:50 í dag til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra með um 21.000 undirskriftir einstaklinga sem skora á að tekið verði til í lífeyrissjóðakerfinu. (mbl.is)
Þetta er virðingarvert framtak hjá Helga í Góu að safna þessum undirskriftum.Ríkisstjórnin getur ekki hundsað þessar undirskriftir. Það verður að taka til í lífeyrissjóðskerfinu. Eitt af því sem þarf að gera er að breyta stjórnum sjóðanna. Sjóðfélagar eiga sjálfir að kjósa stjórnir sjóðanna og leggja á af helmingaskipti Samtaka atvinnulífsins og ASÍ.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.