Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Innkalla á allar veiðiheimildir
Bæði Samfylkingin og VG hafa lýst þeirri stefnu sinni að innkalla beri allar veiðiheimildir.Samfylkingin vill gera þetta á 20 árum,5% á ári. Það er mjög mild aðferð. Síðan á að úthluta veiðiheimildunum aftur gegn gjaldi.Andstæðingar þessarar leiðar segja,að þetta muni setja útgerðina á hausinn.Það er hræðsluáróður og stenst ekki.Mörg útgerðarfyrirtæki eru nú þegar á hausnum og skuld sett upp í rjáfur.Útgerðin skuldar nú 5-600 milljarða í ríkisbönkunum.Hún stendur ekki svona illa vegna þess að kvótarnir hafi verið teknir af henni,heldur vegna kvótakerfisins. Stór útgerðarfyrirtæki hafa tekið´ lán á lán ofan til þess að kaupa kvóta af smærri útgerðaraðilum. Svo hafa þessar stórútgerðir einnig tekið lán til þess að taka þátt í hlutabréfa-og verðbréfabraskinu
Samfylkingin vill ræða við útgerðarmenn um breytingar á kvótakerfinu og helst ná sátt um kerfisbreytingar. En Samfylkingin ætlar ekki að láta útgerðina stöðva nauðsynlegar breytingar á kvótakerfinu. Það verður að gera breytingar til þess að ná sátt við þjóðina. 80% þjóðarinnar eru á moti kvótakerfinu eins og það er í dag. Það verður ekki komist hjá breytingum.Þær eru nauðsynlegar..
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er á móti landbúnaðar kvóta skoðaðu það.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:41
Hvað með landbúnaðarkvótan er allt í lagi þar.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.