Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Lífeyrisþegar: Kjör þeirra lægst launuðu hafa verið varin
Ég hefi gagnrýnt,að um síðustu áramót voru kjör hjá sumum lífeyrisþegum,öldruðum og öryrkjum,skert þar eð þeir fengu ekki fulla vísitöluuppbót í samræmi við verðbólguna.En kjör hinna lægst launuðu meðal lífeyrisþegar voru varin og þeir fengu fulla verðlagsuppbót um áramót og fulla hækkun til þess að vega upp á móti verðbólgunni.Jóhanna Sigurðardóttir lagði sem félagsmálaráðherra mesta áherslu á að verja kjör þeirra verst settu meðal lífeyrisþega.Það ber að þakka.
Um áramótin hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja,einhleypra lífeyrisþega, í 180 þús. á mánuði fyrir skatta eða í 150-155 þús. kr. eftir skatta.Þarna var um 12000 lífeyrisþega að ræða eða 1/4 lífeyrisþega. Þessi hópur fékk fulla verðlagsuppbóta eða tæp 20% en hinir fengu 9,6% hækkun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.