Þriðjudagur, 21. apríl 2009
8400 hafa skrifað undir aðild að ESB
Í hádeginu í dag höfðu 8.400 manns skrifað undir áskorun um aðild að Evrópusambandinu á vefnum www.sammala.is. Í dag kl. 16.30 efnir hópurinn, sem stendur á bak við undirskriftasöfnunina, til kynningarfundar í Iðnó. Þar munu sjö af þeim þúsundum Íslendinga sem þegar hafa skráð sig á listann, útskýra hvers vegna þeir eru sammála um að ríkisstjórnin, sem tekur við að loknum kosningum, eigi að hafa eitt af sínum forgangsvekefnum að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið og bera aðildarsamning undir þjóðaratkvæði.
Til máls taka:
- Auður Jónsdóttir, rithöfundur
- Guðmunudur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins
- Guðrún Pétursdóttir, háskólakennari
- Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP
- Hörður Arnarson, verkfræðingur
- Óttar Proppé, tónlistarmaður og bóksali
- Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra
Nafnalistinn á sammala.is er nú aðgengilegur á ný og hægt að sjá hverjir hafa ljáð málstaðnum lið.
Áskorunin á vefnum hljóðar svo:
Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.
Um þetta erum við sammála þrátt fyrir að vera hópur fólks með margar og ólíkar skoðanir um flest annað.
Við erum sammála hvert á eigin forsendum og höfum fyrir því okkar eigin ástæður og rök.
Við erum sammála um að aðildarsamning á að bera undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá munum við , eins og aðrir Íslendingar, gera endanlega upp hug okkar um hvort við erum enn sömu skoðunar og fyrr og greiða atkvæði í samræmi við það.
Við erum sammála um að ríkisstjórnin sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild
að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.