Sjálfstæðisflokkurinn vill skera niður um 30 milljarða hjá ríkinu

Sjálfstæðisflokkurinn kynnti nú síðdegis tillögur í efnahagsmálum, sem miða að því, að koma Íslandi út úr fjármálakreppunni. Þetta vilja sjálfstæðismenn gera með því að mynda skilyrði til aað 20 þúsund störf verði til en það muni bæta afkomu ríkissjóðs um 60 milljarða á ári.

Flokkurinn segir að með því að  hagræða í mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfi um 5% sparist 20 milljarðar árlega og 10 milljarðar að auki með því að hagræða í öðrum hlutum ríkisrekstrarins um 10%.  Ekki er gert ráð fyrir hækkun skatta.  (mbl.is)

Niðurskurðartillögur Sjálfstæðisflokksins duga ekki til þess að loka fjárlagagatinu en það nemur 150 millörðum á yfirstandandi ári.Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera betur.Flokkurinn segist ekki vilja hækka skatta  en ekki verður séð,að flokkurinn geti lokað fjárlagagatinu án þess.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband