Miðvikudagur, 22. apríl 2009
56,4% styðja ríkisstjórnina
Í annarri raðkönnun Capacent-Gallup sem birt er í dag kemur fram að 56,4% styðja ríkisstjórnina, en 43,6% eru andvíg henni.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist mestur í könnun sem gerð var dagana 11. - 17. mars en þá studdu hana rúm 64%.
Síðan hefur jafnt og þétt dregið úr stuðningi við hana og í gær mældist stuðningurinn 54,6%. Í könnuninni sem birt var í dag vex stuðningurinn hins vegar á ný þó að það sé aðeins um 0,8 prósentustig.
Þá fer þeim fækkandi sem telja litlar eða engar líkur til þess að þeir kjósi á laugardaginn. Þannig sögðust rúm 21% litlar eða engar líkur að þeir kysu 11. - 17. mars, í könnun dagsins er þessi tala komin niður í tæp 13%.(ruv.is)
Þetta er dágóður stuðningur við ríkisstjórnina enda þótt hann sé minni en þegar hann var mestur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.