Bæta þarf kjör eldri borgara

Það er ljóst,að enda þótt staða þeirra verst settu meðal lífeyrisþega hafi batnað nokkuð, að  mikil brotalöm er enn í kerfinu og nauðsynlegt að leiðrétta helstu misfellur og bæta  hag þeirra,sem hættir eru að vinna vegna aldurs eða sjúkleika. Þeir sem hafa lítinn eða hóflegan lífeyri úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en þeir sem hafa engan liífeyrissjóð .Þessu veldur skerðing á bótum TR og skattlagning..

Brýnustu málin í dag eru þessi:

Það þarf að afnema skerðingu á lífeyrir frá almannatryggingum vegna tekna úr lífeyrissjóði.Fyrsti áfangi í þeirri leiðréttingu gæti verið 100 þús. kr. frítekjumark á mánuði.

Það þarf að stórhækka frítekjumark vegna fjármagnstekna. Ekkert gagn er í núgildandi  frítekjumarki,98 þús. kr. á ári.Frítekjumarkið þyrfti að vera a.m.k. 50 þús. kr. á mánuði. Ef þetta verður ekki leiðrétt er hætt við að ellilífeyrisþegar taKi sparifé sitt út úr bönkunum.Einnig ætti að afnema fjármagnstekjuskatt á lágum sparifjárupphæðum,t.d. 3-5 millj. en hækka mætti hann á háum upphæðum.

Það þarf að hækkla lífeyri frá almannatryggingum þannig að hann dugi til framfærslu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband