Samfylkingin með 35% í Reykjavík suður

Samfylkingin nýtur mest fylgis allra flokka í Reykjavíkurkjördæmi suður en fylgi flokksins mælist 34,7% í nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem greint var frá í síðdegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þrír flokkar ná kjördæmakjörnum mönnum á þing samkvæmt könnuninni.

Vinstri grænir fá 27,5% fylgi í könnuninni og stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist 22,6%. Samkvæmt þessu fengi Samfylkingin fjóra þingmenn, Vinstri grænir þrjá og Sjálfstæðisflokkurinn tvo.

Framsóknarflokkurinn mælist með 6,2% stuðning í könnunni. Fylgi Borgarahreyfingarinnar er 5,2%, Lýðræðishreyfingin 3% og þá nýtur Frjálslyndi flokkurinn stuðnings 0,5% kjósenda í kjördæminu.

Níu af ellefu þingmönnum kjördæmisins eru kjördæmakjörnir. Skipting jöfnunarsæta er ekki skoðuð í könnunni. Í seinustu þingkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fimm þingmenn í kjördæminu, Samfylkingin þrjá, Vinstri grænir tvo og Frjálslyndi flokkurinn einn.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband