Össur: ESB mikilvægasta málið í kosningunum

Ég trúi því ekki að Samfylkingin ætli að láta samstarfið stranda á þessu máli," sagði Svandís Svavarsdóttir, frambjóðandi VG, á borgarafundi í kvöld. Hún sagði að það ætti ekki að vera með asa við inngöngu í Evrópusambandið. Það þyrfti að vera samstaða um málið.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að málið væri kannski það mikilvægasta sem um væri að tefla í þessum kosningum. Hann sagði að Samfylkingin myndi leggja mikla áherslu á þetta mál og að rétt væri að hefja aðildarviðræður í sumar.

Össur sagði að staðið yrði vörð um auðlindir þjóðarinnar í aðildarviðræðum við ESB.(visir.is)

Það er komið í ljós,að stjórnarflokkarnir munu báðir sýna nægjanlegan sveigjanleika til þess að samkomulag náist um ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband