Vill ekki hækka skatta á fyrirtækjum

Össur Skarphéðinsson segir að ekki megi hækka skatta á fyrirtæki þrátt fyrir að rekstur ríkissjóðs sé erfiður um þessar mundir. Þetta kom fram í máli Össurar í þættinum „Hvernig á að bjarga Íslandi" á Stöð 2 í dag. Össur, líkt og margir aðrir sem fram komu í þættinum, sagðist telja að nauðsynlegt væri að lækka stýrivexti Seðlabankans.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði kosningarnar sem framundan væru snerist fyrst um fremst um atvinnumálin. Það myndi ekki þýða að koma með skattahækkunartillögur sem myndu drepa fyrirtækin. Þorgerður sagði að sú tilraun sem hefði verið reynd árið 2001 með breytingum á Seðlabankanum hefði mistekist. Sjálfstæðismenn vildu reyna einhliða upptöku evru.

Atli Gíslason, frambjóðandi VG, sagði að Íslendingar þyrftu að halda yfirráðum yfir náttúruauðlindum sínum. Hann væri því á móti inngöngu í ESB. Hann sagði að hvert starf í Helguvík myndi kosta 150-200 milljónum. Hægt væri að skapa 10 störf önnur störf fyrir hvert starf í áliðnaði.(visir.is)

Það verður erfitt að leysa fjármálin,þegar ekki má  hækKa skatta.Það er jafnerfitt að skera niður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband