Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Gleðilegt sumar
Ég óska blokkvinum mínum og öðrum lesendum gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn.Nú er mikil þörf á góðu sumri og björtu.Við þurfum sól og gleði eftir drungalegan vetur og drunga í efnahagslífinu.Vonandi eru bjartari tímar framundan.
Hér ferá eftir fyrsta erindi í kvæði eftir Hörð Zophoníasson um vorið. Kvæðið heitir Vakandi vor:
Nú er langþráð blessað vorið vakandi
vorboðarnir úti í móa kvakandi.
Lífsglaðir
i hreiðri ungar iðandi
ár og lækir fara um gilin kliðandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.