Kaupmáttur hefur minnkað um 8,4% sl. 12 mánuði

Kaupmáttur launa jókst um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hinsvegar lækkað um 8,4%, eftir því sem fram kemur í tölum frá Hagstofunni.

Kaupmáttarþróunina í mars má að hluta til skýra með því að samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins sem undirritaður var þann 17. febrúar 2008 átti 13.500 króna hækkun launataxta að koma til framkvæmda þann 1. mars 2009. Þrátt fyrir að fyrir lægi samkomulag á milli aðila vinnumarkaðarins um frestun launahækkana komu þær til framkvæmda hjá hluta þeirra fyrirtækja sem aðild eiga að Samtökum atvinnulífsins.(visir.is)

Það er athyglisvertt,að kaupmáttur skuli hafa aukist

i mars.Væntanlega er .það vísbending um viðsnúning. En minnkun kaupmáttar sl. 12 mánuði er gífurleg og leiðir í ljós, hva'ð launþegar hafa orðið að taka á sig mikla kjaraskerðingu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband