Föstudagur, 24. apríl 2009
Ný könnun Gallups: Samfylking með 29%
Samfylkingin er samkvæmt nýrri könnun stærsti stjórnmálaflokkur landsins með rúmlega 29% fylgi. Vinstri hreyfinguna grænt framboð styðja rúmlega 27%, tæplega 24% styðja Sjálfstæðisflokkinn. Síðasta raðkönnun Capacent - Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið verður birt í kvöld.
Litlar breytingar eru fylgi stjórnmálaflokkanna frá þriðju raðkönnun sem birt var í fyrrakvöld. Í þessari fjórðu könnun bætir Samfylkingin við sig fylgi, fær 29.2%. Samkvæmt þessu fengi Samfylkingin 19 þingmenn. Vinstri-grænir eru næststærstir eins og undanfarnar vikur, fá nú stuðning 27,2% og fengju 18 þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn fær 23.6%, nánast það sama og í þriðju raðkönnun. Flokkurinn fengi 15 þingmenn. Framsókn tapar lítillega og fær nú 11.9% og 7 þingmenn.
Borgarahreyfingin fær 6.5% og fengi 4 menn kjörna á þing yrðu þetta úrslitin. Aðrir kæmu ekki mönnum á þing, Frjálslyndir fá 1.2% og Lýðræðishreyfingin 0.4%.
Fimmta og síðasta raðkönnun verður birt í kvöldfréttum Útvarps klukkan sex í kvöld. (ruv.is)
Margir telj,að úrslit kosninganna séu ráðin vegna kannana. En það er mikill misskilningur.Úrslit geta orðið önnur en kannanir gefa til kynna m.a. vegna þess hve marigr neita að svara. Enginn veit hvert atkvæði þeirra fara.Við verður að bíða þess að talið verði upp úr kjörkössunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samfylkingin fékk 27% fylgi í kosningunum 2007 og 31% í kosningunum 2003. Flokkurinn er m.ö.o. litlu eða engu að bæta við sig. Hugsanleg stærð flokksins kemur því ekki til af fylgisaukningu hans heldur tapi annarra.
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.4.2009 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.