Föstudagur, 24. apríl 2009
Hvað munu kosningarnar færa okkur ?
Búsáhaldabyltingin krafðist þess að stjórnmálamenn mundu axla ábyrgð vegna bankahrunsins,hún krafðist afsagnar yfirstjórnar Fjármálaeftirlits og Seðlabanka og hún kraftist kosninga.Segja má,að með einum eða öðrum hætti hafi verið orðið við öllum þessum kröfum.Forstjóri og stjórn Fjármálaeftirlits fór frá,bankastjórn Seðlabanka fór frá og nýr seðlabankastjóri var ráðinn.Kosningar til alþingis voru ákveðnar á morgun og stjórnarskipti urðu 1. febrúar. En hvernig axla stjórnmálamenn ábyrgð. Bankamálaráðherra sagði af sér. Fjármálaráðherrann ákvað að bjóða sig ekki aftur fram til alþingis.Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar drógu sig í hlé vegna veikinda. Margir þingmenn ákváðu að bjóða sig ekki fram á ný. Er þetta nóg?Vissulega hafa margir axlað ábyrgð af þeim sem ég hefi hér talið upp. En einhvern veginn hefi ég á tilfinningunni að almenningi finnist þetta ekki nóg. Fólkið vill meiri breytingar. En þær láta á sér standa. Ein aðalkjrafa almennings var lýðræðisumbætur. Ríkisstjórnin lagði fram breytingar á stjórnarskrá og tillögur um stjórnlagaþing. En Sjálfstæðisflokknum tókst að stöðva hvort tveggja með málþófi.Flokkurinn var á móti lýðræðisumbótum. Flokkurinn vildi óbreytt kerfi.Margir telja,að kosningarnar á morgun muni ekki færa okkur nægilegar breytingar.En þær munu færa okkur breytingar.
.Vonandi getur ny ríkisstjórn ei að síður knúið fram lýðræðisumbætur á nýju alþingi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.