Eldri borgarar kjósi þá,sem gæta þeirra hagsmuna

Á morgun hefur kjósandinn valdið.Hvert atkvæði skiptir máli.Eitt atkvæði getur ráðið úrslitum um það hvers konar ríkisstjórn  verður skipuð eftir kosningar. Ég vil beina því til eldri borgara að hugsa vel um það hverjir gæta þeirra hagsmuna best og hverjir eru líklegasdtir til þess að varðveita og bæta kjör aldraðra.Það er sótt að velferðarkerfinu. Hverjir eru líklegastir til þess að slá skjaldborg um velferðarkerfið og hindra að lífeyrir aldraðra verði skertur? Hverjir eru líklegastir til þess að bæta kjör eldri borgara.

Athugum þetta og kjósum eftir því.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Björgvin.

Mér finnast tilmæli þín til eldri borgara ansi lágreist, þ.e. að ætla þeim að gera upp hug sinn einvörðungu út frá eigin hagsmunum, kjörum og lífeyri. Auðvitað skipta slíkt atriði miklu í almennu samhengi, en stóra málið er framtíð þessa lands, fullveldi þess og sjálfstæði og varðstaða um auðlindir til lands og sjávar. Mér kæmi ekki á óvart þótt slík viðhorf ráði miklu hjá okkur sem erum á gamalmennaskeiðinu þegar kosið er til Alþingis. Þar er í húfi arfleifð forfeðranna og framtíð afkomendanna sem hlýtur að skipta okkur aldraða mestu þegar allt kemur til alls.

Með sumarkveðju.

Hjörleifur Guttormsson, 24.4.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband