Laugardagur, 25. apríl 2009
228 þús. á kjörskrá
227.896 manns, 18 ára og eldri, eiga rétt á því að greiða atkvæði í alþingiskosningunum í dag, 114.295 konur og 113.601 karl.
Þeim sem mega kjósa hefur fjölgað um 6.566 frá því í kosningunum í hittiðfyrra.
Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan 9 og verður slitið klukkan 10 í kvöld. Þá verður þess ekki langt að bíða að skýrt verði frá fyrstu tölum. Kosningavaka Sjónvarps hefst klukkan 9.
Landið skiptist í 6 kjördæmi. Suðvesturkjördæmi er fjölmennast, þar eru 58.203 á kjörskrá. Fámennast er Norðvesturkjördæmi með 21.294 kjósendur. 63 fulltrúar eiga sæti á Alþingi, 54 kjördæmakjörnir og 9 jöfnunarþingmenn.
Reykjavík skiptist í 2 kjördæmi og hafa næstum jafn margir kosningarétt í hvoru þeirra. 43.784 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 43.748 í Reykjavíkurkjördæmi suður. Norðurkjördæmið hefur sem sé örlítið forskot, 36 kosningabærar sálir.
Ekki er víst að allir gjörþekki reglur sem gilda um útstrikanir á kjörseðlum. Auðvelt er að ógilda atkvæði sitt með því strika út nafn ef nafnið er ekki á þeim lista sem maður kýs. Aðeins má strika yfir eða breyta röð frambjóðenda á þeim lista sem maður ætlar að kjósa. Þeir sem skila auðu mega heldur ekki eiga við nöfn. Þá er atkvæðið ógilt.(ruv.is)
Kosningaarnar í dag geta orðið örlagaríkar.Það ræðst hvort núverandi stjórnarflokkar halda völdum og mynda stjórn áfram eða hvort leiða verður íhald 0g/eða framsókn til valda á ný en það eru þeir tveir flokkar sem bera höfuðábyrgð á bankahruninu. Best er að þeir flokkar fái frí.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.