Kjörsókn meiri en 2007

Kjörsókn í Reykjavík er heldur meiri núna samanborið við kosningarnar árið 2007 samkvæmt tölum frá yfirkjörstjórnum kjördæmanna tveggja. Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 12.692 kosið klukkan 14:00 í dag sem er 29,01% en á sama tíma árið 2007 höfðu 26,84% kosið.

Sveinn Sveinsson formaður yfirkjörstjórnar segir kosninguna hafa gengið vel í kjördæminu fram að þessu og greinilegt að töluvert meiri áhugi sé fyrir kosningunum nú en fyrir tveimur árum.

Í sama streng tekur Erla S. Árnadóttir formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Klukkan 14:00 höfðu 12.015 manns kosið eða 27,41%. Á sama tíma árið 2007 höfðu 25,41% kosið.

 

Björgvin Gudmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband