Tækifærið er núna

Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er nú möguleiki á því að fá hreina jafnaðarmannastjórn til valda.Ef Samfylking og VG ná meirihluta gerist .það.Hvort tveggja eru jafnaðarmannaflokkar.Áður hafa félagshyggjustjórnir á Íslandi verið með Framsókn innanborðs en Framsókn var orðin hægri flokkur svo með réttu voru slíkar stjórnir ekki vinstri stjórnir eða félagshyggjustjórnir. En nú hefur Framsókn breytt um "kúrs" og segist hallast að félagshyggju á ný. Guð láti gott á vita.

Mikið atriði er að jafnaðarmannastjórn verði áfram undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur.Til þess að svo megi verða þarf Samfylkingin að fá mikið fylgi og skýrt umboð frá kjósendum um að hún eigi að leiða ríkisstjórn.Ný jafnaðarmannastjórn mun vinna að jöfnuði og auknu réttlæti í þjóðfélaginu.Hún mun slá skjaldborg um velferðarkerfið og gæta hagsmuna þeirra,sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband