Sunnudagur, 26. apríl 2009
Mikill sigur Samfylkingar.Hrun íhaldsins
Úrslit þingkosninganna í gær eru mikill sigur fyrir Samfylkinguna. Hún fékk 20 þingmenn og bætti við sig 2.Í morgun kl. 9 segir vísir.is,að fylgi Samfylking hafi reynst 28,8% en ruv.is segir,að fylgið hafi verið 29,8%. Það mun skýrast. VG vann einnig góðan sigur,fekk 14 þingmenn ,bætti við sig 6 þingmönnum,sem er mjög glæsilegt..Fylgi VG reyndist 20,9%,nokkru minna en í skoðanankönunum en þó mjög gott.Alls fengu stjórnarflokkarnir 34 þingmenn ,sem er góður meirihluti fyrir nýja ríkisstjórn.Sjálfstæðisflokkurinn fékk aðeins 16 þingmenn,tapaði 9 og fylgið reyndist 22,9%. Er það lægsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið frá stofnun flokksins. 1978 fekk flokkurinn 32,7 % sem þótti lítið.Framsókn fékk 9 þingmenn,bætti við sig 2 og atkvæðaprósentan var 14,3%.,mun betra en í ´síðustu kosningum en ekkert nálægt því sem fylgi Framsóknar hefur lengst af verið.Frjálslyndir þurrkast út,. Fengu aðeins 1,8% og engan þingmann. Borgarahreyfinfin vann hins vegar mikinn sigur,fékk 4 þingmenn og 9,8%.
Í þingkosningunum 2007 fekk Samfylkingin 26,8% . en í þingkosningunum 2003 fekk Samfylkingin 31%. Það sem er sögulegt við kosningarnar nú er að Samfylkingin er orðin stærsti flokkur landsins.Hún hefur tekið við forustuhlutverkinu af Sjálfstæðisflokknum. Jafnaðarmannaflokkar hafa í fyrsta sinni meirihluta frá stofnun lýðveldisins.,
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.