Mánudagur, 27. apríl 2009
Úrslitin ekki skýr skilaboð um aðild að ESB
Samfylkingin getur vel við unað eftir úrslit þingkosninganna. Hún er orðin stærsti flokkur landsins og hefur ásamt VG hreinan meirihluta á aþingi. Félagshyggjumenn,jafnaðarmenn. hafa í fyrsta sinn á lýðveldistímanum slikan meirihluta á alþingi.Ég tel,að Samfylkingin hafi fengið góða kosningu vegna þess að fólk treysti henni best til þess að standa vörð um velferðarkerfið og það treystir Jóhönnu til þess. Þetta eru einnig skýr skilaboð um það,að fólk vill,að þessir flokkar vinni áfram saman,Samfylking og VG. Hins vegar er ég ekki þeirrar skoðunar,að úrslit kosninganna hafi verið einhver sérsök skilaboð um það að Ísland eigi að ganga í ESB.Úrslitin fyrir Samfylkinguna nú eru svipuð og í tvennum síðustu kosningum þó var ESB ekki á dagskrða 2003 og 2007. Samfylkingin fékk 31% atkvæða 2003,hún fékk 26,8% 2007 og hún fékk 29,8% nú.Þetta eru svipuð úrslit en að vísu fær Samfylkingin nú 3 prósentustigum meira en 2007 og bætir við sig 2 þingmönnum. ESB sinnar túlka þetta sem stuðning við ESB. Ég túlka þetta sem stuðning við velferðarstefnu Samfylkingarinnar.
Ég hefi enga trú á því að Samfylkingin láti stjórnarsamstarfið með VG bresta á ESB málinu´
.Slíkt væri raunar algert glapræði.Enda er einfalt að leysa deiluna um ESB: Láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðlu um það hvort sækja eigi um aðild að ESB og fá aðildarviðræður. Svo einfalt er það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mjög skynsamlega mælt hjá þér Björgvin.
Við skulum rétt vona að ekki verði allt set uppí loft útaf þessum ESB- rétt-trúnaði !
Það væri skelfilegt.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.