Vill að alþingi afgreiði aðildarumsókn að ESB

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar á Suðurlandi segir að vel mætti hugsa sér að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi ályktun um aðildarumsókn að ESB. Þetta kemur fram í pistli sem hann skrifar á vefritið Sunnlendingur.is. „Málið er þverpólitískt í eðli sínu og þannig á að nálgast það. Sé á Alþingi meirihluti er málið í lýðræðislegum farvegi þings og þjóðar. Við höfum viljann til samstarfs. Nú er að finna leiðina," skrifar Björgvin.

Hann segir að eigi vinstriflokkarnir að ná að starfa saman á kjörtímabilinu verði þeir að ná samstöðu um Evrópusambandið og segist hann trúa því að það sé hægt með lýðræðislegri aðkomu almennings og Alþingis að málinu. „Ekki má glutra glæstum sigri niður. Okkur ber að ná saman um endurnýjað samstarf Samfylkingar og Vg," segir Björgvin einnig.(visir.is)

Þetta er góð tillaga hjá nafna. Ef til vill er hér komin málamiðlun,sem gæti leyst deilu Samfylkingar iog VG. Hin leiðin væri  þjóðaratkvæði um aðildarviðræður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband