Þingflokkar veita formönnum umboð til stjórnarmyndunar

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar fékk í dag formlegt umboð þingflokksins til þess að mynda stjórn með Vinstri hreyfingunni - grænu framboði. Jóhanna fundar nú á Bessastöðum með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta þar sem hún greinir honum frá stöðu mála en búist er við því að Ólafur veiti henni formlegt umboð til stjórnarmyndunar.

Fyrsti formlegi stjórnarmyndunarfundurinn verður haldinn í Norræna húsinu klukkan fimm og verður hann undir stjórn varaformanna flokkanna, þeirra Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns VG, og Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Að sögn Jóhönnu verða Evrópumálin tekin fyrst fyrir á dagskrá.( visir.is)

Mér líst vel á,að Dagur B.Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir,varaformenn flokkanna reyni að ná samkomulagi um ESB málin. Þau koma þá ný að þessu og geta væntanlega komið með nýjar frumlegar lausnir.

Svo virðist sem Jóhanna ætli að leita eftir umboði frá forseta Íslands til stjórnarmyndunar strax. Hún hefði getað beðið og í rauninni hefði stjórnin ekki þurft að leita til Bessastaða,ef ætlunin væri að hún sæti í nokkra mánuði óbreytt,sem vel hefði komið til greina.En vegna ágreinings um ESB  er sennilega skynsamlegt að hafa þetta allt formlegt og fá strax umboð frá forseta Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband