Hverjir bera sök á hruni bankanna?

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir ofangreindri fyrirsögn.Þar segir svo m.a.:
Hverjir bera  sök á hruni íslensku bankanna?Hvers vegna féllu allir stærstu bankar Íslands eins og spilaborg sl. haust?Hvað brást? Voru það eftirlitsstofnanir eða stjórnendur bankanna sjálfir? Þessum spurningum og fleiri verður reynt að svara í þessari grein.
Að sjálfsögðu bera eigendur og stjórnendur bankanna höfuðsök   á því að þeir komust í þrot.Það voru þessir aðilar,sem mörkuðu þá stefnu að þenja bankana,sem mest út,fjárfesta sem mest erlendis og fjármagna  öll kaup með lántökum ytra..Það varð alger stefnubreyting í rekstri bankanna við einkavæðingu þeirrra.Áður voru bankarnir hefðbundnir viðskiptamannabankar af hóflegri stærð en eftir einka(vina)væðingu bankanna breyttust þeir í fjárfestinga-og braskbanka.Stærðin og útþenslan varð aðalatriðið en ekki arðsemin.Þetta var mjög varasöm stefna og áhættusækin.Bankarnir stækkuðu og stækkuðu og erlendar skuldir þeirra jukust oig jukust.Að lokum var svo komið að stærð bankanna nam 10-12 faldri þjóðarframleiðslu okkar. Arnór Sighvatsson,aðstoðarbankastjóri Seðlabankans,sagði í viðtali á Bylgjunni,að þegar árið 2006 hefði verið hættuástand hjá bönkunum.
Það virðist margt hafa verið athugavert í rekstri bankanna eftir að þeir voru einkavæddir.Fjölmiðlar hafa greint frá því,að Kaupþing hafi lánað eigendum og skyldum aðilum  500 milljarða á árinu 2008,ekki löngu fyrir hrunið.Á þessum tíma sögðust bankarnir ekki hafa neina peninga. Þessar lánveitingar Kaupþings eru mjög vafasamar og verða væntanlega rannsakaðar af sérsökum saksóknara og rannsóknarnefnd alþingis. Þá var nú nýlega greint frá því að Landsbankinn hefði lánað bankaráðsmönnum tugi milljarða.Þetta gerist á sama tíma og bankinn kvartar yfir bágri lausafjárstöðu og innlendir einstaklingar,sem skulda tiltölulega lágar upphæðir eru píndir til þess að greiða  upp í topp.
Hvað gerðu eftirlitsstofnanir,Fjármálaeftirlit (FME) og Seðlabanki,þegar bankarnir þöndust út og söfnuðu ótakmörkuðum erlendum skuldum? Þær gerðu ekkert. Þær   sátu með hendur  í skauti.Ýmislegt hefur verið sagt til þess að afsaka aðgerðarleysi eftirlitsstofnana.Sagt hefur verið að  FME hafi einungis verið að gæta þess,að lögum og  reglum  um fjármálastofnanir væri framfylgt  en ekkert umfram það.Einnig hefur verið sagt,að hugarfarið hafi verið þannig,að allt ætti að vera frjálst og afskipti hins opinbera að vera sem minnst.M.ö.o. fjálshyggjan hafi komið í veg fyrir eðlilegt eftirlit eftirlitsstofnana. Hvað sem slíkum vangaveltum og skýringum líður þá er það víst,að eftirlitsstofnanir brugðust gersamlega.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband