Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Fólk lætur nú gera við eldri tæki
Viðgerðir á heimilistækjum, vélum og ýmsum búnaði hafa aukist mjög síðustu mánuði. Svo virðist sem almenningur láti frekar gera við hlutina en að kaupa nýtt.
Hjá þjónustuverkstæðinu Agli í Kópavogi hefur álagið aukist jafnt og þétt síðustu vikur og nýlega voru tveir starfsmenn ráðnir til viðbótar þeim 15 sem fyrir voru.
Freyr Friðriksson framkvæmdastjóri, segir að nú sé gert við hluti sem fáir hefðu nennt að laga fyrir ári. Til dæmis skemmt drifhús úr BMW bifreið.
Freyr Friðriksson framkvæmdastjóri, segir að nú sé gert við hluti sem fáir hefðu nennt að laga fyrir ári. Til dæmis skemmt drifhús úr BMW bifreið.
Í kreppunni lifnar yfir sjálfsbjargarviðleitnin og það sést á saumavélunum sem hrúgast inn á verkstæðin. 90% þeirra sem komi með saumavélarnar séu konur. ( ruv.is)
Hér höfum við eitt dæmi um afleiðingar kreppunnar: Fólk kaupir ekki ný tæki eins og áður heldur lætur gera við þau eldri. Það er gott. Bruðlið var orðið ansi mikið áður og lítil virðing fyrir verðmætum.Ef til vill kennir kreppan okkur .það að bera virðingu fyrir verðmætum á ný.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.