Rætt um breytingar á stjórnarráði

Skipað hefur verið í starfshóp stjórnarflokkanna um breytingar á stjórnarráðinu, en hann er einn af fjórum hópum sem skipaðir verða. Í hópnum sitja Drífa Snædal og Árni Þór Sigurðsson fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en Hrannar Björn Arnarson og Margrét S. Björnsdóttir fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Drífa er framkvæmdastjóri VG, Árni Þór er þingmaður, Hrannar Björn er aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur og Margrét er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hópurinn mun funda eftir hádegið í dag.

Fram hefur komið að Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir, varaformenn flokkanna, leiða starfshóp um Evrópumálin og mun hann funda eftir hádegið í dag.

Aðrir starfshópar munu fjalla um ríkisfjármál og atvinnu- og efnahagsmál. Þeir verða skipaðir síðar í dag, samkvæmt heimildum mbl.is   (mbl.is)

Það,sem helst er  inn í myndinni er sameining ráðuneyta svo sem að sameina atvinnuvegaráðuneyti í eitt atvinnumálaráðuneyyti.Einnig er rætt um að búa til eit efnahagsmálaráðuneyti. Fyrir 1970 var eitt atvinnumálaráðuneyti.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband