Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Guðlaugur Þór hrapaði niður í annað sæti. Var það vegna styrkjamálsins?
Guðlaugur Þ Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins færist niður um eitt sæti í kosningunum um helgina. Kjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur lokið við að fara yfir útstrikanir á listum og tilfærslur. Hátt í tvö þúsund kjósendur annað hvort strikuðu yfir nafn Guðlaugs Þórs eða færðu niður um sæti.
Guðlaugur verður þarf af leiðandi annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og Ólöf Nordal verður oddviti flokksins í kjördæminu.
Aðrar breytingar verða ekki á listum í kjördæminu en 1990 kjósendur strikuðu yfir nafn Kolbrúnar Halldórsdóttur hjá Vinstri-grænum. Kolbrún náði ekki að tryggja sér þingsæti í kosningunum.
Þá strikuðu 1284 yfir nafn Össurar Skarhéðinssonar ráðherra Samfylkingarinnar. Hátt í fimm hundruð kjósendur strikuðu yfir nafn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingmanns Samfylkingarinnar og rétt rúmlega fjögur hundruð yfir nafn Birgis Ármannssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. (visir.is)
Það er ljóst,að hér geldur Guðlaugur Þór styrkjamáls Sjálfstæðisflokksins.Sjálfstæðisflokkurinn fékk 30 millj. í styrk frá Landsbankanum 2006 og 25 millj. frá Fl Group.Þ essa styrki fékk flokkurinn þegar búið var að semja um það milli allra stjórnmálaflokka,að hæsti styrkur frá fyrirtæki til flokks skyldi vera 300 þús. kr. Það var siðlaust með öllu að taka við tugmilljóna styrkjum þegar búið var að ná pólitísku samkomulagi um annað. Guðlaugur Þór blandaðist mjög inn í styrkjamálið og virðist hafa sett söfnun styrkja í gang.Böndin bárust einnig að honum vegna þess að hann var formaður Orkuveitur Rvíkur og Fl Group vildi komast inn í orkuútrásina.Landsbankinn vildi einnig komast inn í hana.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.