Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Maistjórnin: Næst samkomulag 1.mai?
1.mai,hatíðisdagur verkalýðsins, er á föstudag.Það hefði verið gaman,ef ný stjórn,nýr stjórnarsáttmáli,hefði verið tilbúinn þann dag,1.mai.Steingrímur J. var spurður um þetta og hann sagði,að ekki væri víst,að þetta næðist fyrir 1.mai en í öllu falli yrði þetta maistjórn.
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG,sem nú situr og ræðir nýjan stjórnarsáttmála, er verkalýðsstjórn,jafnaðarmannastjórn. Það er alger einhugur um velferðarmálin milli stjórnarflokkanna en eina ágreiningsmálið er ESB. Það er þó samkomulag um það að finna leið til þess að taka ákvörðun í málinu.Flokkarnir eru sammmála um það að ákveða á lýðræðislegan hátt hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki.Það er sáraeinfalt að leysa úr þessu og á ekki að taka marga daga að ákveða það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.